Fyrsta bloggið

Jæja ákvað að prófa að reyna að skrifa niður mínar hugsanir og mínar pælingar. Ég veit ekki hvernig ég fíla þetta en ég ætla að prófa.  Einhvern vegin þegar ég sest niður og ætla að skrifa veit ég ekkert hvað ég á að skrifa.

Er ein af mörgum sem er að kljást við fitupúkann.  Djöfull er það leiðinlegt Frown.  En svona er staðan er 30 ára og að burðast með alltof mörg aukakíló er orðin ógeðsleag þreytt á því. Hef verið svona jójó gegnum árin en alltaf þyngst með hverju barni.  Alltaf byrja ég á fullu en held það ekki út er búin að prófa allt og byrja ótal sinnum. Það er eins og það verði alltaf erfiðara að byrja aftur því maður missir smám saman trúna á sjálfum sér.  Ég verð að reyna að vera bjartsýn því það þýðir ekkert annað.  Ég skal, ég get og ég ætla Smile. Er allavegna að klára dag númer 2 og það hefur gengið mjög vel og ég er ekkert smá ánægð. Ég ætla að láta það sem ég borða yfir daginn hér inn því ég held að það veiti gott aðhald að sjá hvað maður er að setja uppí sig.  Stundum finnst mér ég lítið hafa borðað yfir daginn en svo sér maður það á blaði og það er ótrúlega fljótt að tínast til. En hér koma matseðlar síðustu 2 daga.

Þriðjudagurinn 6 maí 2008

Morgunmatur: Súrmjólk og epli

Hádegismatur: Salat með túnfiski og grænmeti smá fetaostur

Kvöldmatur: Kínamatur (kjúklingur í karrý og núðlur)

 Miðvikudagurinn 7 maí 2008

Morgunmatur: Súrmjólk og epli

Hádegismatur: samloka með skinku, osti og grænmeti

1 pera

Kvöldmatur: Kjúklingasalat

 Jæja þetta er komið nóg í kvöld er að fara að leggja mig.

Góða nótt

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband